Greinar á íslensku

Önnur veikindi Töru í El Salvador.

Önnur veikindi Töru í El Salvador.

Það á ekki af hundkvikindinu okkar að ganga. Í desember varð hún illilega veik, nánast við dauðans dyr og sú svæsna sýking sem hún fékk þá, og gekk sjálfsagt með í langan tíma, eyddi rauðu blóðkornunum þannig að hún varð verulega blóðlaus og slöpp. Hún fékk meðferð við þessu öllu, jafnaði sig vel, var orðin glöð og kát og skokkaði á eftir okkur eins og unglingur.

Alegría

Alegría

Alegria in El Salvador

Þorpið Alegría er staðsett nánast ofan á toppi á gömlu eldfjalli og hefði því frábært útsýni til allra átta ef ekki væri vegna allra þessara skrambans, en þó yndislegu trjáa. Fólkið hér ræktar kaffi og blóm og þorpið þeirra er fallegt og gefur frá sér góðan anda. Það er eiginlega mjög merkilegt hvað þorp og borgir hafa ólíkan persónuleika, ekki ósvipað fólki, jafnvel þótt þau liggi nánast hlið við hlið .

Veikindi Töru

Veikindi Töru


Tara i San Pedro

Tara veiktist illa. Hún varð það veik að á tímabili hélt ég að við myndum missa hana. Ég veit ekki alveg hvenær hún veiktist, kannski í Finca Ixcobel eins og við eða kannski fyrr. Hundar eru víst mjög góðir í að leyna veikindum sínum og við vorum svo slöpp eftir okkar eigin veikindi að við áttuðum okkur ekki á því hvað var að gerast með hana.

Pages

Subscribe to RSS - Greinar á íslensku