Júróvissíon

Noregur var ánægður með lagið sitt, Ísland var ánægt með lag Noregs, Evrópa hlaut að vera á sama máli ef eitthvað réttlæti væri til í þessum heimi. 

Eitt land eftir til þess að komast í  úslitin á laugardaginn, alls skonar ömurð komin inn og Íslendingarnir fyrir fram úti. Palli hafði (ekki) sagt það og betri sérfræðing er vart hægt að finna, samkynhneigður og allt. Kannski hafði hún ekki staðið sig nógu vel? Litla sjónvarpið okkar, í agnaríbúðinni ekki af bestu gæðum og röddin hennar alltof framarlega, tónlistin einhvers staðar lengst i bakgrunni og hún ekki sérstaklega tónviss en samt svo sæt og dillaði sér svo vel og allt small saman þegar kórinn kom inn, húbba húbba. Kannski vonlaust að byrja, betra að vera no 14 í röðinni? Ég,löngu byrjuð að naga neglurnar og Kristán farin að að færa puttana nær tönnum.

Létt pirrandi þýski þulurinn í ljótasta kjól ársins ætlaði aldrei að koma þessu út úr sér. Nei, ekki enn eina þýska fyndni þetta kvöldið takk fyrir og farið þið svo og fáið ykkur alvörusjónvarpsfólk fyrir aðalkvöldið sem getur hugsanlega ropað út úr sér einum brandara af viti þannig að maður þurfi ekki að andvarpa af pirringi. Sviðið þó ótúlegt, óttaðist reyndar um nokkurra tónlistamenn á tímabili en þeir sluppu óskaddaðar að sjá, undan eldregninu og ofurljósum.

Við störðum á sjónvarpið og sátum á stólbrúninni og loks kom það. ÍÍÍÍÍSSSSLLLLAAAANNNNDDDD.

Við henntumst aftur á bak og brustum út í taugaveiklaðan skellihlátur. Á dauða okkar áttum við von ?????

Ég veit eiginlega ekki hverjir urðu mest hissa. Við, Ísland, Noregur eða Strákarnir Okkar út í þýskalandi sem brutust út í sinn taugaveiklaða skellihlátur og föðmuðu hvorn annan í bak og fyrir og Þórunn kramdist þarna skælbrosandi á milli hrammana á Matta. Mikið hlýtur Sjonni Brink að skemmta sér á himnum. Kannski að hann hafi togað í einhverja spotta?

 

Eftir á að hyggja þá tel ég það öruggt að Íslendingar búsettir í Noregi hafi komið Íslendingum áfram og skákað þar með útlaga Tyrkjum sem hingað til hafa komið sínu landi í úrslit. 

Þannig að; á laugardaginn tökum við við frjálsum símareiknings framlögum og Kristján er búin að finna redial takkan á símanum sínum og er núna að reikna út hversu oft hann getur ýtt á hann á 15mín.

Norðmennirnir urðu sárir en glöddust samt fyrir Íslands hönd eins og sannir íþróttamenn. Kristján er að hugsa um að strengja borða hér yfir veginn, fyrir aftan hús, sem liggur á milli Leikanger og  Sognedalen, Vota for Ísland, húbba, húbba!

Það verður sem sagt júróvission partý hér í Noregi á laugardaginn með snakki, bjór og tveimur klikkuðum Íslendingum og fyrirhuguðu helgarferðalagi frestað í bili (hefur ekkert með rignngu að gera).

Hvernig var það, komst ekki einhver verðandi hagfræði snillingurinn að því að það væri þjóðhagslega hagkvæmt fyrir íslendinga að vinna júrovission og nú eigum við Hörpuna þ.e.a.s. ef við þurfum ekki að rífa hana alla niður aftur vegna slysahættu?

Áfram Ísland, áfram Ísland

 

 

country: