Hvíta ströndin við Bremanger.

Þorpið dreifði úr sér yfir láglendið eins og nafnið gaf til kynna, og húsin varla í kallfæri  hvert frá öðru. Íbúarnir sjálfsagt með blandaðan búskap í gamla daga. Nokkur húsdýr, tún og svo sjóinn. Sjórinn er enn mikilvægur með sjávarútvegsfyrirtækinu við höfnina. Bærinn nægjanlega stór fyrir lítinn miðbæ en hann því miður án sjarma. Keyrðum eftir aðalgötunni allt til enda þar til við komum að bílastæði, pikknikborðum og salernishúsi með skilti sem tilkynnti að það væri bannað að campa. Helvítis þjóðverjarnir sem tíma engu sagði einhver gamli Norsarinn sem var ekki enn búin að fyrirgefa þeim hernámið. Bráðum verður það "helvítis Íslendingarnir í litlum Volkswagen húsbíl sem vilja ekki borga icesave"!

country: 

Eyjalíf

Dagurinn tók á móti okkur syngjandi glaður þegar við skreiddumst út úr bílnum og sendi geilsa sólar út í hvert skúmaskot. Loksins að koma vor eftir einn kaldasta vetur í mörg herrans ár hér í Noregi. Ég var álíka glöð því nú stóðu vonir til þess að mér færi að hlýna og gæti farið að fækka fötum. Fengum okkur morgunmat i rólegheitunum og horfðum á fuglana leika sér á spegilsléttum haffletinum og skuggana víkja af litlu eyjunum og óskuðum þess að við værum með uppblásanlegan kæjakinn í bílnum.


 Það var föstudagurinn langi og því ástæða til þess að taka lífinu með ró.


country: 

Pages

Subscribe to   | Benzi | the adventure rv expedition world traveller RSS