Hundurinn sem lifði af.

Við skipulagningu langs ferðalags víða um lönd og óbyggðir þar sem skal: gengið, hjólað og siglt, og framtíðar hýbíli hjónakorna verður um 16 fm. hús aftan á benz trukki, má við fyrstu sýn áætla að það sé ekki fýsilegur kostur að taka 8 ára gamla hundinn sinn með.

Hefnd Guðs?

Hefnd Guðs?

Guð hefur verið í sérstaklega slæmu skapi þegar hann framleiddi moskídóflugur. Adam og Eva hafa vafalítið verið mjög óþekk þann daginn.
Hérna komum við Kristján, í sakleysi okkar, til Houston Texas til þess að ná í Benza sem var þar í geymslu. Við höfðum ekki komið við í apótekinu til þess að kaupa einhverja moskído vörn og það átti aldeilis eftir að koma okkur um koll.

Pages

Subscribe to   | Benzi | the adventure rv expedition world traveller RSS