Eyjalíf

Dagurinn tók á móti okkur syngjandi glaður þegar við skreiddumst út úr bílnum og sendi geilsa sólar út í hvert skúmaskot. Loksins að koma vor eftir einn kaldasta vetur í mörg herrans ár hér í Noregi. Ég var álíka glöð því nú stóðu vonir til þess að mér færi að hlýna og gæti farið að fækka fötum. Fengum okkur morgunmat i rólegheitunum og horfðum á fuglana leika sér á spegilsléttum haffletinum og skuggana víkja af litlu eyjunum og óskuðum þess að við værum með uppblásanlegan kæjakinn í bílnum.


 Það var föstudagurinn langi og því ástæða til þess að taka lífinu með ró.


country: 

Páskar FRÍ og AFTUR FRÍ, lof og prís sé guði!!!

Lokaður milli hárra fjalla í allan vetur (mínus jólin) getur gert hvern mann létt klostrofobiskan, jafnvel þótt hann hafi verið alin upp við svipaðar aðstæður  og óskaði Kristján því nokkuð sterklega eftir því að fara út á strönd um páskana. Stara á óendanleikan í sjóndeildarhringnum, finna fyrir ólgandi flatneskju úthafsins og hvíla augun í smá stund á fjöllum og trjám.


Mér var svo sem létt sama hvert við færum, ferðalagið sjálft í hyppó litla var alveg nóg fyrir mig. Því var haldið af stað út fjörðinn á miðvikudagseftirmiðdegi fyrir páska , öll þau vetrarföt sem ég hafði tekið með mér komin upp í efri hillu, pínkulítið túrhestakort  í framsætinu ásamt nýjasta leikfanginu, iphoninum með innbyggðan gps og guð má vita hvað annað!!!,  með einhvern óljósan áfangastað í huga.


country: 

Pages