Eyjalíf

Dagurinn tók á móti okkur syngjandi glaður þegar við skreiddumst út úr bílnum og sendi geilsa sólar út í hvert skúmaskot. Loksins að koma vor eftir einn kaldasta vetur í mörg herrans ár hér í Noregi. Ég var álíka glöð því nú stóðu vonir til þess að mér færi að hlýna og gæti farið að fækka fötum. Fengum okkur morgunmat i rólegheitunum og horfðum á fuglana leika sér á spegilsléttum haffletinum og skuggana víkja af litlu eyjunum og óskuðum þess að við værum með uppblásanlegan kæjakinn í bílnum.
Það var föstudagurinn langi og því ástæða til þess að taka lífinu með ró.